Viggó Kristjánsson var valinn maður leiksins í viðureign Íslands og Marokkó af mótshöldurum á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Egyptalandi.
Viggó skoraði sex mörk fyrir íslenska liðið í kvöld og var markahæstur ásamt Ólafi Guðmundssyni. Hann fékk hefðbundna viðurkenningu inni á vellinum í leikslok.