Slóvenar unnu mjög öruggan sigur á Norður-Makedóníu, 31:21, í fyrsta leiknum í milliriðli fjögur á heimsmeistaramóti karla í handknattleik í Egyptalandi í dag.
Staðan í hálfleik var 13:9, Slóvenum í hag, en þeir eru þá komnir með 4 stig. Norður-Makedónía er án stiga og á enga möguleika á að blanda sér í baráttuna um að komast áfram úr riðlinum.
Rússland mætir Egyptalandi klukkan 17 og Svíþjóð mætir Hvíta-Rússlandi kl. 19.30. Svíar eru með 4 stig, Rússar þrjú, Egyptar tvö og Hvít-Rússar eitt stig.
Norður-Makedónía: Kiril Lazarov 5, Mario Tankoski 3, Filip Kuzmanovski 3, Filip Taleski 3, Martin Serafimov 2, Zharko Peshevski 2, Stojanche Stoilov 1, Martin Popovski 1, Dimitar Dimitrioski 1.
Slóvenía: Dragan Gajic 7, Borut Mackovsek 5, Jure Dolenec 5, Miha Zarabec 4, Nejc Cehte 4, Nik Henigman 2, Rok Ovnicek 1, Matej Gaber 1, Matic Suholeznik 1, Blaz Blagotinsek 1.