Ágúst Elí Björgvinsson, Björgvin Páll Gústafsson og Viktor Gísli Hallgrímsson eru allir í leikmannahópi íslenska landsliðsins sem mætir Noregi í milliriðli 3 á HM í Egyptalandi í borginni 6. október í dag.
Ágúst Elí var á meðal áhorfenda þegar Ísland og Frakkland áttust við á föstudaginn en hann kemur inn í hópinn fyrir Viggó Kristjánsson sem fær sér sæti í stúkunni.
Arnór Þór Gunnarsson, sem verið hefur fyrirliði íslenska liðsins á HM í Egyptalandi, er áfram utan hóps, líkt og gegn Frökkum.
Leikur Íslands og Noregs hefst klukkan 17 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu á mbl.is en þetta er lokaleikur Íslands í milliriðlinum.
Landsliðshópur Íslands:
Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding 37/1
Björgvin Páll Gústavsson, Haukar 235/16
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG 21/1
Bjarki Már Elísson, Lemgo 78/213
Oddur Gretarsson, Balingen-Weilstetten 25/35
Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad 130/253
Magnús Óli Magnússon, Val 11/6
Elvar Örn Jónsson, Skjern 42/111
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg 31/47
Kristján Örn Kristjánsson, PAUC-Aix, 11/17
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg 52/135
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Kielce 35/70
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen 59/72
Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach 12/10
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV 147/178
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen 49/22