Í þriðja þætti af Sonum Íslands heimsækum við handbolta- og landsliðsmanninn Sigvalda Björn Guðjónsson, leikmann Kolstad í Noregi.
Sigvaldi, sem er 28 ára gamall, gekk til liðs við Kolstad í sumar frá pólska stórliðinu Kielce þar sem hann varð tvívegis pólskur meistari.
Hann er uppalinn í HK en flutti 12 ára gamall með fjölskyldu sinni til Danmerkur og hefur leikið með Vejle, Bjerringbro/Silkeborg og Århus þar í landi. Þá lék hann með Elverum í Noregi í tvö tímabil, frá 2018 til 2020.
Sigvaldi lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Noregi árið 2017 í Elverum en alls á hann að baki 49 landsleiki þar sem hann hefur skorað 125 mörk.
Heimsmeistaramótið í Svíþjóð og Póllandi, sem hefst í janúar, verður fimmta stórmót Sigvalda.