Synir Íslands: Sigvaldi Björn Guðjónsson

Í þriðja þætti af Sonum Íslands heimsækum við handbolta- og landsliðsmanninn Sigvalda Björn Guðjónsson, leikmann Kolstad í Noregi.

Sigvaldi, sem er 28 ára gamall, gekk til liðs við Kolstad í sumar frá pólska stórliðinu Kielce þar sem hann varð tvívegis pólskur meistari.

Hann er uppalinn í HK en flutti 12 ára gamall með fjölskyldu sinni til Danmerkur og hefur leikið með Vejle, Bjerringbro/Silkeborg og Århus þar í landi. Þá lék hann með Elverum í Noregi í tvö tímabil, frá 2018 til 2020.

Sigvaldi lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Noregi árið 2017 í Elverum en alls á hann að baki 49 landsleiki þar sem hann hefur skorað 125 mörk.

Heims­meist­ara­mótið í Svíþjóð og Póllandi, sem hefst í janú­ar, verður fimmta stór­mót Sigvalda.

Hægt er að horfa á þáttinn um Sigvalda Björn í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan eða á vefsíðu þáttanna, mbl.is/sport/synir-islands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert