Synir Íslands: Ýmir Örn Gíslason

Í fjórða þætti af Sonum Íslands heimsækjum við handbolta- og landsliðsmanninn Ými Örn Gíslason, leikmann Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi.

Ýmir, sem er 25 ára gamall, gekk til liðs við Rhein-Neckar Löwen í febrúar 2020 frá uppeldisfélagi sínu Val.

Hann varð einu sinni Íslandsmeistari með Valsmönnum, árið 2017, og þá varð hann tvívegis bikarmeistari með liðinu; 2016 og 2017.

Ýmir lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Noregi árið 2017 í Elverum en alls á hann að baki 64 landsleiki þar sem hann hefur skorað 34 mörk.

Heimsmeistaramótið í Svíþjóð og Póllandi verður sjötta stórmót Ýmis.

Hægt er að horfa á þáttinn um Ými Örn í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan eða á vefsíðu þáttanna, mbl.is/sport/synir-islands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka