„Vináttuleikir“ er viðeigandi orð yfir viðureignir handboltalandsliða Þýskalands og Íslands í karlaflokki sem fara fram í Bremen og Hannover í dag og á morgun.
Þjálfarar liðanna, Guðmundur Þ. Guðmundsson og Alfreð Gíslason, eru gamlir félagar úr íslenska landsliðinu og mynduðu síðan saman þjálfarateymi þess um tveggja ára skeið.
Átta leikmenn þýskra liða eru í íslenska liðinu og þeir eiga allir samherja í þýska landsliðinu en tíu leikmanna þess eru samherjar íslenskra landsliðsmanna.
Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag