Allir leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta, sem og allt starfsfólk þess hafa fengið neikvæða niðurstöðu í PCR prófi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSÍ.
Þetta eru frábærar fréttir en Alþjóðahandknattleikssambandið gerði öllum þátttökuþjóðum skylt að skima alla áður en haldið væri á keppnisstað.
Næst fer hópurinn í PCR próf að lokinni riðlakeppninni og þá að loknum milliriðlum komist liðið svo langt í mótinu. Þeir sem greinast með Covid þurfa að sæta fimm daga sóttkví.
Fyrsti leikur íslenska liðsins í riðlakeppninni er á fimmtudag þegar liðið mætir Portúgal.