Bjarki öskraði framan í táninginn (myndir)

Bjarki Már var tilfinningaríkur þegar hann skoraði eitt nú marka …
Bjarki Már var tilfinningaríkur þegar hann skoraði eitt nú marka sinna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarki Már Elísson, markahæsti leikmaður Íslands í 30:26-sigrinum á Portúgal í fyrsta leik á HM í handbolta í Kristianstad í kvöld, fékk tveggja mínútna brottvísun í seinni hálfleik, fyrir viðskipti við Francisco Costa, 17 ára leikmann portúgalska liðsins.

Íslenski hornamaðurinn og Costa voru í mikilli baráttu allan leikinn, en Costa er að mörgum talinn efnilegasti leikmaður heims. Bjarki fagnaði einu marka sinna með því að öskra framan í Costa og hlaut tveggja mínútna brottvísun fyrir vikið, eins og Portúgalinn ungi.

Myndir af viðskipum Bjarka og Costa má sjá á meðfylgjandi myndum, sem Kristinn Magnússon, ljósmyndari mbl.is og Morgunblaðsins tók.

„Ég réð ekki við mig. Það var smá hroki í honum, en hann er bara 17 ára og varð að jarðtengja hann aðeins. Það var ekki gott að fá báðir tvær mínútur, en svona er þetta,“ sagði Bjarki um atvikið við mbl.is eftir leik. 

Bjarki Már fagnaði framan í strákinn unga.
Bjarki Már fagnaði framan í strákinn unga. mbl.is/Kristinn Magnússon
Bjarki Már Elísson öskrar framan í Costa.
Bjarki Már Elísson öskrar framan í Costa. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert