Annað stórt próf í kvöld

Guðmundur Þ. Guðmundsson þjálfari ræðir við aðstoðarþjálfarana Gunnar Magnússon og …
Guðmundur Þ. Guðmundsson þjálfari ræðir við aðstoðarþjálfarana Gunnar Magnússon og Ágúst Þór Jóhannsson. Kristinn Magnússon

Stóra áskorun leikmanna og þjálfarateymis íslenska karlalandsliðsins í handbolta fyrir leikinn gegn Ungverjum klukkan 19.30 á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi í kvöld hefur verið að ná sér niður eftir sigurinn góða gegn Portúgal í fyrsta leik á miðvikudaginn var.

Það getur verið þrautin þyngri að undirbúa sig fyrir annan risastóran leik, eftir gleðina, hasarinn og spennufallið sem sigurinn í fyrsta leik hafði í för með sér. Leikmenn viðurkenndu í viðtölum við ofanritaðan í gær að þeir hefðu átt erfitt með að sofna eftir leikinn við Portúgal, enda afar hátt uppi. Ekki hjálpar að leikirnir eru spilaðir seint.

Komast í dauðafæri með sigri 

Sigurinn á Portúgal lagði góðan grunn og gerir það að verkum að sigur gegn Ungverjalandi getur fleytt íslenska liðinu býsna langt.

Vinnist hann er ljóst að Íslandi nægja tveir sigrar í milliriðli til að fara í átta liða úrslit, og liðið „má“ tapa á móti Svíþjóð. Ísland er einfaldlega komið í dauðafæri á að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum og í leiðinni sæti í undankeppni Ólympíuleikanna. Það er hins vegar langur vegur fram undan og næsta skref er gríðarlega erfiður leikur gegn Ungverjalandi.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert