Elvar ferðaðist ekki með liðinu

Elvar Örn Jónsson ferðaðist ekki með liðsfélögum sínum í dag.
Elvar Örn Jónsson ferðaðist ekki með liðsfélögum sínum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson lék ekki með íslenska landsliðinu í handbolta gegn Suður-Kóreu í D-riðli á HM í gær vegna veikinda.

Liðið ferðaðist með rútu frá Kristianstad til Gautaborgar í dag, þar sem milliriðlarnir fara fram, en Elvar ferðaðist ekki með liðinu. Þess í stað ferðaðist hann með starfsmönnum HSÍ í lest.

Mbl.is ræddi stuttlega við Elvar í dag. Hann er á batavegi en tekin var ákvörðun um að hann myndi ekki ferðast með liðinu til að minnka smithættu.

Var hann að glíma við veikindi í leiknum við Ungverjaland og vaknaði töluvert veikur morguninn eftir. Selfyssingurinn er hins vegar á batavegi og gæti leikið með Íslandi gegn Grænhöfðaeyjum á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert