„Ég vildi aðeins fá að taka á honum sem þjálfari,“ sagði Pálmar Sigurðsson, faðir Arons Pálmarssonar fyrirliða íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Sonum Íslands, vefþætti mbl.is sem framleiddur er af Studio M.
Aron, sem er 32 ára gamall, æfði handbolta og fótbolta á sínum yngri árum og þá prófaði hann einnig að æfa körfubolta einn veturinn undir handleiðslu föður síns.
„Þetta var ótrúlegur vetur og ég held að hann hafi hætt allavega tíu sinnum,“ sagði Aron.
„Hann fór í reglulegar bílferðir með móður sinni til að láta hana vita það að hann væri hættur og að ég ætti sko að vita það,“ sagði Pálmar meðal annars.