Stemningin í landsliðinu hefur breyst

„Stemningin í landsliðinu hefur breyst frá því ég kom fyrst inn í þetta,“ sagði Ómar Ingi Magnússon, leikmaður ís­lenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Sonum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

Ómar Ingi, sem er 25 ára gamall, lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2016 en hann er á meðal bestu handboltamanna heims í dag.

„Við erum allir orðnir miklu betri vinir núna. Þetta eru allt góðir vinir manns í dag en það var ekki alveg þannig,“ sagði Ómar Ingi.

„Þú vilt berjast fyrir manninn við hliðina á þér og ég held að þessi tími sé eitthvað sem við eigum eftir að muna eftir alla tíð, hvort sem við vinnum til verðlauna eða ekki,“ bætti Ómar Ingi við.

Ómar Ingi er í aðalhlutverki í öðrum þætti af Sonum Íslands en hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni með því að smella á hlekk­inn hér fyr­ir ofan eða inn á heimasíðu þáttanna sem má nálgast hér.

Ómar Ingi Magnússon, Ýmir Örn Gíslason og Viggó Kristjánsson eftir …
Ómar Ingi Magnússon, Ýmir Örn Gíslason og Viggó Kristjánsson eftir sigurinn gegn Suður-Kóreu. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert