Aron: Ekki mikill glamúr yfir þessu

„Það er ekki mikill glamúr yfir þessu,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði ís­lenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Sonum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

Aron, sem er 32 ára gamall, hélt 19 ára gamall út í atvinnumennsku þegar hann samdi við Kiel í Þýskalandi en hann hefur einnig leikið með stórliðum Veszprém, Barcelona og Aalborg á ferlinum.

„Maður er búinn með mest allt á Netflix og HBO og öllu þessu,“ sagði Aron.

„Í þeim liðum sem ég hef spilað með þá eru þetta oftast tveir leikir á viku og því eldri sem maður verður þá fer þetta að snúast meira og meira um hvíld fyrir næsta leik,“ sagði Aron meðal annars.

Aron er í aðalhlutverki í fimmta þætti af Sonum Íslands en hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni með því að smella á hlekk­inn hér fyr­ir ofan eða inni á heimasíðu þáttanna sem má nálgast hér.

Guðmundur Guðmundsson og Aron Pálmarsson fara yfir málin á æfingu …
Guðmundur Guðmundsson og Aron Pálmarsson fara yfir málin á æfingu íslenska liðsins. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert