Byrjaði snemma að rífa kjaft

„Hann var mjög ákveðinn og það þurfti að hafa mikið fyrir honum,“ sagði Kristján Arason, faðir Gísla Þorgeirs Kristjánssonar, leikmanns ís­lenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Sonum Íslands, vefþætti mbl.is.

Gísli Þorgeir, sem er 23 ára gamall, er uppalinn hjá FH í Hafnarfirði en hann hélt út í atvinnumennsku ungur að árum þegar hann samdi við stórlið Kiel í Þýskalandi.

„Hans annað heimili var Kaplakriki og hann var bara þar þangað til hann var rekinn út klukkan 23 á kvöldin, sex ára gamall,“ sagði Kristján.

„Hann var skemmtilegt og kröftugt barn. Fimm til sex ára var hann strax byrjaður að rífa kjaft,“ bætti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, móðir hans, við.

Gísli Þorgeir er í aðalhlutverki í sjötta þætti af Sonum Íslands en hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni með því að smella á hlekk­inn hér fyr­ir ofan eða inn á heimasíðu þáttanna sem má nálgast hér.

Guðmundur Þ. Guðmundsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson fara yfir málin.
Guðmundur Þ. Guðmundsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson fara yfir málin. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert