„Svo var aldrei hringt í mann“

„Ég var mjög oft í æfingahópum fyrir stórmót,“ sagði Bjarki Már Elísson, leikmaður ís­lenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Sonum Íslands, vefþætti mbl.is.

Bjarki Már, sem er 32 ára gamall, lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2012 en hann fór á sitt fyrsta stórmót með landsliðinu fimm árum síðar, árið 2017.

„Þjálfarinn dró mig svo til hliðar og sagði bara að ég yrði eftir en að ég ætti að vera klár ef eitthvað kæmi upp á,“ sagði Bjarki Már.

„Svo var aldrei hringt í mann en maður á sex stórmót í dag og vonandi fleiri í framtíðinni,“ bætti Bjarki Már við.

Bjarki Már er í aðalhlutverki í sjöunda þætti af Sonum Íslands en hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni með því að smella á hlekk­inn hér fyr­ir ofan eða inni á heimasíðu þáttanna sem má nálgast hér.

Arnór Þór Gunnarsson, Bjarki Már Elísson og Guðjón Valur Sigurðsson …
Arnór Þór Gunnarsson, Bjarki Már Elísson og Guðjón Valur Sigurðsson á landsliðsæfingu árið 2017. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert