Handbolti er ekki lífið

Gísli Þorgeir Kristjánsson.
Gísli Þorgeir Kristjánsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég hef hugsað mikið út í það hvað tekur við að handboltaferlinum loknum,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður ís­lenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Sonum Íslands, vefþætti mbl.is.

Gísli Þorgeir, sem er 23 ára gamall, er samningsbundinn Þýskalandsmeisturum Magdeburg en hann hélt úr í atvinnumennsku 19 ára þegar hann samdi við stórlið Kiel.

„Mamma minnti mig reglulega á það á uppvaxtarárunum að handbolti væri ekki bara lífið,“ sagði Gísli Þorgeir.

„Maður þarf að vera klókur með það sem maður fær á ferlinum,“ bætti Gísli Þorgeir við.

Gísli Þorgeir er í aðalhlutverki í sjötta þætti af Sonum Íslands en hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni með því að smella á hlekk­inn hér fyr­ir ofan eða inni á heimasíðu þáttanna sem má nálgast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert