„Þetta snýst líka um virðingu“

„Þegar ég var yngri þá var ég meira í því að rífast og tuða,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Sonum Íslands, vefþætti mbl.is.

Ýmir Örn, sem er 25 ára gamall, er varnarmaður númer eitt hjá íslenska landsliðinu og algjör lykilmaður í liðinu.

„Maður hefur þroskast með tímanum og svo snýst þetta líka um að vinna sér inn ákveðna virðingu,“ sagði Ýmir.

„Það er hluti af þessu, þessi litla pólitík sem fylgir þessu,“ bætti Ýmir við.

Ýmir Örn er í aðalhlutverki í fjórða þætti af Sonum Íslands en hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni með því að smella á hlekk­inn hér fyr­ir ofan eða inni á heimasíðu þáttanna sem má nálgast hér.

Ýmir Örn Gíslason á hliðarlínunni gegn Portúgal.
Ýmir Örn Gíslason á hliðarlínunni gegn Portúgal. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka