Tvær reyndar hvíla í dag

Hildigunnur Einarsdóttir í leiknum við Noreg í gær.
Hildigunnur Einarsdóttir í leiknum við Noreg í gær. Ljósmynd/Jon Forberg

Hildigunnur Einarsdóttir og Sunna Jónsdóttir, tvær af reyndustu landsliðskonum Íslands í handknattleik, verða ekki með gegn Angólu á alþjóðlega mótinu í Lillehammer í Noregi í dag.

Þetta er lokaleikur íslenska liðsins á mótinu en það tapaði fyrir Póllandi, 29:23, á fimmtudag og fyrir Noregi, 31:21, í gær.

Ísland mætir Slóveníu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Stavanger á fimmtudaginn kemur en þessar sextán skipa liðið gegn Angólu í dag.

Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (47/1)
Hafdís Renötudóttir, Valur (48/2)

Aðrir leikmenn:
Andrea Jacobsen, Silkeborg-Voel (43/68)
Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (14/5)
Díana Dögg Magnúsdóttir, Sachsen Zwickau (42/52)
Elín Rósa Magnúsdóttir, Val (7/12)
Elísa Elíasdóttir, ÍBV (6/2)
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara (6/8)
Katla María Magnúsdóttir, Selfoss (2/0)
Katrín Tinna Jensdóttir, Skara (5/0)
Lilja Ágústsdóttir, Val (12/5)
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfossi (36/55)
Sandra Erlingsdóttir, Metzingen (24/107)
Thea Imani Sturludóttir, Val (66/128)
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Val (35/25)
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (125/363)

Sunna Jónsdóttir í leiknum við Noreg í gær.
Sunna Jónsdóttir í leiknum við Noreg í gær. Ljósmynd/Jon Forberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert