Mjög stórt skref fyrir mig

Katla María Magnúsdóttir er að stíga sín fyrstu skref með …
Katla María Magnúsdóttir er að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu. mbl.is/Óttar Geirsson

Selfyssingurinn Katla María Magnúsdóttir fékk óvænt símtal fyrir um viku síðan, þegar henni var tjáð að hún væri komin inn í HM-hópinn fyrir fyrsta stórmót íslenska kvennalandsliðsins í handbolta í rúman áratug.

Var Katla kölluð inn í hópinn eftir að Elín Klara Þorkelsdóttir helltist úr lestinni vegna meiðsla rétt fyrir mót. Katla lék sinn fyrsta landsleik á Posten Cup-mótinu í aðdraganda HM og er spennt fyrir komandi dögum.

Katla María Magnúsdóttir í leik með Selfossi.
Katla María Magnúsdóttir í leik með Selfossi. Ljósmynd/Guðmundur Karl

„Þetta er búið að vera ótrúlega gaman og ég finn strax hvað ég er að fara að öðlast mikla reynslu af þessu. Að fá að æfa með þessum stelpum og spila á móti þessum ótrúlega sterku liðum er mjög stórt skref fyrir mig. Þetta er geggjað,” sagði Katla við mbl.is í Stafangri, þar sem D-riðill Íslands er leikinn.

Slóvenía, Angóla og Noregur eru einnig í riðlinum og fara þrjú efstu liðin áfram í milliriðla. Neðsta liðið fer í forsetabikarinn og leikur um sæti 25.-32.

„Þetta er hörkuriðill, eins og allir vita. Ég er samt bjartsýn á að við getum strítt þessum liðum og gefið þeim alvörukeppni. Mín tilfinning er sú að við getum alveg unnið Angóla t.d. og við ætlum okkur að koma vel stemmdar til leiks,” sagði Selfyssingurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert