B-riðill: Evrópuþjóðirnar líklegar

Bojana Popovic er goðsögn í heimalandinu.
Bojana Popovic er goðsögn í heimalandinu. Ljósmynd/IHF

B-riðill á HM kvenna í handbolta fer fram í Helsingborg í Svíþjóð. Evrópuþjóðirnar Svartfjallaland og Ungverjaland eru í riðlinum, ásamt Kamerún frá Afríku og Suður-Ameríkuþjóðinni Paragvæ. Svartfjallaland og Ungverjaland ættu að vera töluvert sterkari en hinir andstæðingarnir.

Svartfellska liðið er ávallt sterkt.
Svartfellska liðið er ávallt sterkt. Ljósmynd/IFH

Svartfjallaland

Svartfjallaland hefur lengi verið sterk þjóð í handbolta í kvennaflokki. Þrátt fyrir að vera ekki sérlega fjölmenn þjóð varð Svartfjallaland Evrópumeistari í Serbíu árið 2012 og náði í silfur á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Einn besti sigur Íslands frá upphafi kom gegn Svartfjallalandi á HM í Brasilíu 2011. Liðið endaði í 22. sæti á HM á Spáni fyrir tveimur árum, en náði síðan í brons á EM í fyrra. Goðsögnin Bojana Popovic þjálfar liðið í dag.

Fyrri HM: 2011, 2013, 2015, 2017, 2019, 2021.

Besti árangur: 5. sæti árið 2019.

Þjálfari: Bojana Popović.

Fyrirliði: Marina Rajčić (CS Măgura Cisnădie).

Markahæst í HM-hópnum: Itana Grbić (RK Krim), 176 mörk í 87 leikjum.

Leikjahæst í HM-hópnum: Marina Rajčić, 147 leikir.

Ungverjar fagna sætinu á HM eftir sigur á Íslandi í …
Ungverjar fagna sætinu á HM eftir sigur á Íslandi í umspili. Ljósmynd/IHF

Ungverjaland

Ungverjaland tryggði sér sæti á EM með sigri á Íslandi í umspili. Sem betur fékk Ísland síðan boðssæti, svo það kom ekki að sök. Ungverjaland hefur lengi verið sterkt í handbolta í kvennaflokki og er Győri, sterkasta félagslið Ungverjalands, gríðarlega sigursælt félag í Evrópu. Ungverjar hafa alls unnið 16 verðlaun á stórmótum, en ekki frá árinu 2012. Liðið varð Evrópumeistari árið 2000.

Fyrri HM: 1957, 1962, 1965, 1971, 1973, 1975, 1978, 1982, 1986, 1993, 1995, 1997, 1999, 2001, 2003, 2005, 2007, 2009, 2013, 2015, 2017, 2019, 2021.

Besti árangur: 1. sæti árið 1965.

Þjálfari: Vladimir Golovin

Fyrirliði: Blanka Bíró (Ferencváros)

Markahæst í HM-hópnum: Katrin Klujber (Ferencváros), 336 mörk í 65 leikjum.

Leikjahæst í HM-hópnum: Viktória Lukács (Győri) og Blanka Bíró, 105 leikir.

Kamerún er með á HM.
Kamerún er með á HM. Ljósmynd/IHF

Kamerún

Kamerún hefur verið næstbesta lið Afríku undanfarin ár og lent í öðru sæti á síðustu tveimur Afríkumótum. Kamerún er nú með á HM í þriðja sinn á síðustu fjórum mótum, en liðið hefur aldrei komist í milliriðla. Það gæti breyst í ár, þar sem Kamerún ætti að eiga fína möguleika gegn Paragvæ.

Fyrri HM: 2005, 2017, 2021.

Besti árangur: 20. sæti, 2017.

Þjálfari: Jamal El Kabouss.

Fyrirliði: Anne Essam (FAP Yaoundé)

Markahæst í HM-hópnum: Cyrielle Ebanga (Strasbourg), 41 mark í 13 leikjum.

Leikjahæst í HM-hópnum: Yolande Touba (Fanz Yaoundé) 60 leikir.

Paragvæ er ekki þekkt stærð í handbolta.
Paragvæ er ekki þekkt stærð í handbolta. Ljósmynd/IHF

Paragvæ

Paragvæ er á svipuðum stalli og Kamerún. Liðið hefur verið með á þremur heimsmeistaramótum af síðustu fimm, en aldrei farið í milliriðla. Liðið hefur unnið til tveggja bronsverðlauna á undanförnum Suður- og Mið Ameríkumótum.

Fyrri HM: 2007, 2013, 2017, 2021.

Besti árangur: 21. sæti, árin 2013 og 2017.

Þjálfari: Marizza Faría.

Fyrirliði: Karina dos Santos (Cerro Porteno)

Markahæst í HM-hópnum: Fernanda Insfrán (Lanzarote), 300 mörk í 80 leikjum.

Leikjahæst í HM-hópnum: Karina dos Santos, 162.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert