F-riðill: Nágrannar berjast

Emily Bölk er öflug.
Emily Bölk er öflug. Ljósmynd/IFH

í F-riðli á HM kvenna í handbolta berjast Þýskaland og Pólland væntanlega um tvö efstu sætin, en ekki má afskrifa Japan, sem hefur náð fínum árangri á undanförnum árum. Íran er fjórða liðið í riðlinum, en það þarf margt að gerast til að Íran fái stig í þessum erfiða riðli, sem er leikinn í Herning í Danmörku.

Þýska liðið er líklegt til afreka.
Þýska liðið er líklegt til afreka. Ljósmynd/IFH

Þýskaland

Þýskaland hefur ekki unnið til verðlauna á stórmóti frá því á HM í Frakklandi árið 2007, er liðið endaði í þriðja sæti. Síðan þá hefur þýska liðið ekki endað ofar en í sjöunda sæti á heimsmeistaramótinu. Síðustu tvö mót hafa þó verið betri og sjöunda sæti á HM á Spáni fyrir tveimur árum var besti árangur Þýskalands á HM frá árinu 2013. Þýska liðið er því á réttri leið og vill berjast um verðlaun fljótlega.

Fyrri HM: 1957, 1962, 1965, 1971, 1973, 1978, 1982, 1986, 1990. Frá 1957 til 1990 keppti Þýskaland bæði sem Vestur- og Austur-Þýskaland.  

Fyrri HM sem sameiginlegt Þýskaland: 1993: 1. sæti, 1995: 5. sæti, 1997: 3. sæti, 1999: 7. sæti, 2003: 12. sæti, 2005: 6. sæti, 2007: 3. sæti, 2009: 7. sæti, 2011: 17. sæti, 2013: 7. sæti, 2015: 13. sæti, 2017: 12. sæti, 2019: 8. sæti, 2021: 7. sæti.

Besti árangur: Heimsmeistari árið 1993.

Þjálfari: Markus Gaugisch

Leið á HM: Sigur á Grikklandi í umspili.

Fyrirliði: Alina Grijseels (Metz)

Markahæst í HM-hópnum: Emily Bölk (Ferencváros), 310 mörk í 93 leikjum.

Leikjahæst í HM-hópnum: Xenia Smits (Bietigheim), 101 leikur.

Leikmenn til að fylgjast með: Alina Grijseels, Emily Bölk, Katharina Filter.

Pólland vann Ísland í undirbúningnum fyrir HM.
Pólland vann Ísland í undirbúningnum fyrir HM. Ljósmynd/IFH

Pólland

Pólska liðið varð í fjórða sæti á bæði HM 2013 og 2015, en hefur ekki náð sömu hæðum síðan. Liðið varð í 17. sæti á HM 2017, var ekki með 2019 og svo 15. sæti 2021. Pólland ætlar sér að veita Þjóðverjum góða samkeppni um toppsæti riðilsins. Pólland vann 29:23-sigur á Íslandi á Posten Cup, í aðdraganda HM.

Fyrri HM: 1957: 7. sæti, 1962: 7. sæti, 1965: 8. sæti, 1973: 5. sæti, 1975: 7. sæti, 1978: 6. sæti, 1986: 13. sæti, 1990: 9. sæti, 1993: 10. sæti, 1997: 8. sæti, 1999: 11. sæti, 2005: 19. sæti, 2007: 11. sæti, 2013: 4. sæti, 2015: 4. sæti, 2017: 17. sæti, 2021: 15. sæti.

Besti árangur: 4. sæti árin 2013 og 2015.

Þjálfari: Arne Senstad.

Leiðin á HM: Sigur á Kósóvó í umspili.

Fyrirliði: Monika Kobylińska (CSM Búkarest).

Markahæst í HM-hópnum: Monika Kobylińska, 300 mörk í 92 leikjum.

Leikjahæst í HM-hópnum: Monika Kobylińska.

Leikmenn til að fylgjast með: Monika Kobylinska, Adrianna Górna, Aleksandra Rosiak.

Japan er enn og aftur með á HM.
Japan er enn og aftur með á HM. Ljósmynd/IFH

Japan

Japan hefur verið næstbesta lið Asíu á eftir Suður-Kóreu í áraraðir og lent í öðru sæti á Asíumótinu fimm mót í röð. Þá hefur japanska liðið náð fínasta árangri á HM síðustu ár. Liðið endaði í ellefta sæti fyrir tveimur árum og tíunda sæti þar á undan. Japanska liðið getur vel strítt evrópsku nágrönnunum um efstu sæti riðilsins og ætti að vera mun sterkara en Íran.

Fyrri HM: 1962: 9. sæti, 1965: 7. sæti, 1971: 9. sæti, 1973: 10. sæti, 1975: 10. sæti, 1986: 14 sæti, 1995: 13. sæti, 1997: 17. sæti, 1999: 17. sæti, 2001: 20 sæti, 2003: 16. sæti, 2005: 18. sæti, 2007: 19.sæti, 2009: 16. sæti, 2011: 14. sæti, 2013: 14. sæti, 2015: 19. sæti, 2017: 16. sæti, 2019: 10. sæti, 2021: 11. sæti.

Besti árangur: Sjöunda sæti árið 1965.

Þjálfari: Shigeo Kusumoto

Leiðin á HM: Annað sæti á Asíumótinu.

Fyrirliði: Sakura Hauge (Besancon)

Markahæst í HM-hópnum: Haruno Sasaki (Dortmund), 142 mörk í 47 leikjum.

Leikjahæst í HM-hópnum: Sakura Hauge, 69 leikir.

Leikmenn til að fylgjast með: Natsuki Aizawa, Kaho Nakayama, Sakura Kametani.

Íran er með í annað sinn.
Íran er með í annað sinn. Ljósmynd/IFH

Íran

Íran er með á HM í annað sinn, en liðið þreytti frumraun sína á Spáni fyrir tveimur árum og endaði í næstneðsta sæti. Íran hefur verið í fjórða sæti á tveimur síðustu Asíumótum, en tapar yfirleitt stórt á móti Japan og Suður-Kóreu. Ef allt er eðlilegt endar Íran í neðsta sæti og fer í forsetabikarinn.

Fyrri HM: 2021: 31. sæti

Besti árangur: 31. sæti árið 2021.

Þjálfari: Montserrat Puche Díaz.

Leiðin á HM: 4. sæti á Asíumótinu.

Fyrirliði: Shima Zare (Shahid Shameli Kazeroon)

Markahæst í HM-hópnum: Sanaz Rajabi (Foolad Hormozgan Club), 150 mörk í 100 leikjum.

Leikjahæst í HM-hópnum: Fatemeh Khalili (CSM Lasi 2020), 200 leikir.

Leikmenn til að fylgjast með: Fatemeh Khalili, Fatemeh Merikhi, Haniyeh Karimi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert