Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, hefur valið sextán leikmenn fyrir leikinn gegn Slóveníu sem hefst klukkan 17, en leikurinn er sá fyrsti hjá íslenska liðinu á HM sem hófst í gær.
Elísa Elíasdóttir, línumaður hjá ÍBV, og skyttan Katla María Magnúsdóttir úr Selfossi eru ekki með að þessu sinni.
Leikurinn er sá fyrsti hjá íslenska landsliðinu á stórmóti í ellefu ár og keppa þessir sextán leikmenn fyrir Íslands hönd í dag:
Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (48/1)
Hafdís Renötudóttir, Valur (49/2)
Aðrir leikmenn:
Andrea Jacobsen, Silkeborg-Voel (44/69)
Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (15/5)
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (43/54)
Elín Rósa Magnúsdóttir, Val (8/13)
Hildigunnur Einarsdóttir, Val (98/112)
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara HF (7/8)
Katrín Tinna Jensdóttir, Skara HF (13/6)
Lilja Ágústsdóttir, Val (13/6)
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfossi (37/57)
Sandra Erlingsdóttir, Tus Metzingen (25/111)
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (79/60)
Thea Imani Sturludóttir, Val (67/131)
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Val (36/29)
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (126/365)
Elísa Elíasdóttir, ÍBV (7/3) og Katla María Magnúsdóttir, Selfoss (3/0) hvíla í dag.