Ana Gros, skærasta stjarna slóvenska landsliðsins í handbolta, verður ekki með liðinu er það mætir Íslandi í fyrsta leik liðanna í D-riðli heimsmeistaramótsins í Stafangri í Noregi í dag.
TV2 í Danmörku greinir frá að Gros sé að glíma við meiðsli, verði ekki með í dag og gæti jafnvel misst af fleiri leikjum.
Er um mikið áfall fyrir slóvenska liðið að ræða, enda Gros besti leikmaður liðsins. Leikur Gros með ungverska stórliðinu Györ.