A-riðilinn á HM kvenna í handbolta er leikinn í Scandinavium-höllinni í Gautaborg og fer af stað í dag. Íslenska karlalandsliðið lék leiki sína í milliriðli á HM í janúar í sömu höll. Svíþjóð er mjög sigurstrangleg á heimavelli í riðlinum.
Sænska liðið er sigurstranglegt í A-riðlinum á heimavelli sínum. Svíar enduðu í fimmta sæti á HM á Spáni fyrir tveimur árum og í öðru sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó sama ár. Sænska liðið ætlar sér að ná í verðlaun á stórmóti á heimavelli. Svíþjóð hefur aldrei unnið stórmót í kvennaflokki og í raun aðeins náð í tvenn verðlaun; silfur og brons á EM.
Fyrri HM: 1957, 1990, 1993, 1995, 2001, 2009, 2011, 2015, 2017, 2019, 2021.
Besti árangur: 4. sæti árið 2017.
Þjálfari: Tomas Axnér.
Fyrirliði: Jamina Roberts (Vipers Kristiansand).
Markahæst í HM-hópnum: Nathalie Hagman (Râmnicu Vâlcea), 733 mörk í 203 landsleikjum.
Leikjahæst í HM-hópnum: Jamina Robert, 216 leikir.
Króatíska liðið hefur vaxið síðustu ár, en mótið á Spáni fyrir tveimur árum var fyrsta heimsmeistaramót Króata í áratug. Króatíska liðið hefur hins vegar leikið á hverju einasta Evrópumóti frá árinu 2004 og endaði liðið í þriðja sæti í Danmörku árið 2020, sem eru einu verðlaun Króata á stórmóti. Króatía ætti að geta veitt Svíþjóð harða keppni um efsta sætið.
Fyrri HM: 1995, 1997, 2003, 2005, 2007, 2011, 2021.
Besti árangur: 6. sæti árið 1997.
Þjálfari: Ivica Obrvan.
Fyrirliði: Katarina Jezic (Dunărea Brăila).
Markahæst í HM-hópnum: Katarina Jezic, 213 mörk.
Leikjahæst í HM-hópnum: Katarina Jezic, 103 leikir.
Kínverska liðið hefur verið með á hverju einasta heimsmeistaramóti frá árinu 1990. Árangurinn hefur hins vegar ekki verið sérstakur. Kínverska liðið hafnaði í 12. sæti árið 2009, en hefur síðan þá iðulega verið á meðal á meðal neðstu liða. Varð liðið t.a.m. í 32. sæti af 32 liðum á HM á Spáni.
Fyrri HM: 1986, 1990, 1993, 1995, 1997, 1999, 2001, 2003, 2005, 2007, 2009, 2011, 2013, 2015, 2017, 2019, 2021.
Besti árangur: 8. sæti árið 1990.
Þjálfari: Nataliya Derepasko.
Fyrirliði: Zhou Mengxue (Anhui).
Markahæst í HM-hópnum: Li Xiaoqing, 300 mörk í 100 leikjum.
Leikjahæst í HM-hópnum: Zhang Haixia (Jiangsu), 101 mark.
Senegal verður með á lokamóti HM í annað skipti í sögunni, en senegalska liðið þreytti frumraun sína á heimsmeistaramótinu árið 2023. Þá endaði liðið í 18. sæti. Nær allir leikmenn Senegals leika í Frakklandi. Liðið ætti að berjast við Kína um þriðja sætið og sæti í milliriðli.
Fyrri HM: 2019.
Besti árangur: 18. sæti árið 2019.
Þjálfari: Frédéric Bougeant
Fyrirliði: Hawa N'Diaye (Gloria Buzău).
Markahæst í HM-hópnum: Hawa N'Diaye, 84 mörk í 22 leikjum.
Leikjahæst í HM-hópnum: Doungou Camara (Al Ahly) 34 leikir.