Spilar hundraðasta leikinn gegn Frökkum

Hildigunnur Einarsdóttir spilar sinn hundraðasta landsleik í dag.
Hildigunnur Einarsdóttir spilar sinn hundraðasta landsleik í dag. Ljósmynd/Jon Forberg

Þjálfarateymi íslenska kvennalandsliðsins í handbolta hefur valið þá sextán leikmenn sem verða fulltrúar liðsins gegn ólympíumeisturum Frakka í öðrum leik á lokamóti HM í Stafangri í Noregi í dag. 

Er liðið óbreytt frá því í leiknum gegn Slóveníu og þær Elísa Elíasdóttir og Katla María Magnúsdóttir eru áfram utan hóps. 

Aldursforsetinn Hildigunnur Einarsdóttir leikur sinn hundraðasta landsleik í dag. 

Íslenski hópurinn gegn Frakklandi: 

Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (49/1)
Hafdís Renötudóttir, Valur (50/2)

Aðrir leikmenn:
Andrea Jacobsen, Silkeborg-Voel (45/69)
Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (16/5)
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (44/56)
Elín Rósa Magnúsdóttir, Val (9/16)
Hildigunnur Einarsdóttir, Val (99/113)
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara HF (8/8)
Katrín Tinna Jensdóttir, Skara HF (14/6)
Lilja Ágústsdóttir, Val (14/6)
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfossi (38/60)
Sandra Erlingsdóttir, Tus Metzingen (26/126)
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (80/60)
Thea Imani Sturludóttir, Val (68/133)
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Val (37/29)
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (127/367)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert