Miklar fórnir til að elta drauminn 

Lilja skoraði sín fyrstu mörk á stórmóti í gær.
Lilja skoraði sín fyrstu mörk á stórmóti í gær. Ljósmynd/Jon Forberg

Lilja Ágústsdóttir, landsliðskona í handbolta, ætlar sér að snúa aftur erlendis og verða atvinnumaður í íþróttinni, en hún spilaði með Lugi í Svíþjóð í skamman tíma á síðasta ári.

Þess fyrir utan hefur Lilja leikið með Val allan ferilinn, en hún stefnir á að einbeita sér að íþróttinni að fullu og hugurinn leitar aftur út.

„Ég er mikið til í að fara út aftur og ég kom aðallega heim til að klára skólann. Ég vil komast í gott lið með góðri samkeppni. Nú þarf ég að sýna mig,“ sagði Lilja, sem telur að góð frammistaða á HM geti hjálpað til.

Lilja ræðir við mbl.is.
Lilja ræðir við mbl.is. Ljósmynd/Jon Forberg

Handboltinn er númer eitt í lífi hornakonunnar, sem er til í að fórna ýmsu til að láta drauminn rætast, en hún þurfti að fresta prófum í háskóla til að vera með á heimsmeistaramótinu.

„Kennararnir eru mikið að hjálpa mér og senda á mig hvað ég þarf að læra. Maður fórnar því auðvitað fyrir HM.

Allar vinkonur mínar eru núna í skólanum og að mæta í afmæli og maður missir af svoleiðis hlutum. Það er allt þess virði, því handboltinn er alltaf í fyrsta sæti,“ sagði Lilja við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert