Spánn vann toppslag G-riðils

Spænska liðið er í fyrsta sæti í G-riðli.
Spænska liðið er í fyrsta sæti í G-riðli. AFP/Henning Bagger / Ritzau Scanpix

Spánn vann Brasilíu í spennandi leik í G-riðli á HM kvenna í handbolta í Danmörku í dag, 27:25, og er með fullt hús stiga á toppi riðilsins. Brasilía er þar á eftir með fjögur stig.

Aðrir leikir dagsins voru ekki eins jafnir en einnig í G-riðli mættust Úkraína og Kasakstan þar sem Úkraína hafði betur, 37:24.

 Króatía vann Kína 39:13 í A-riðli og Króatía er í örðu sæti í riðlinum með þrjú stig, einu stigi á eftir Svíþjóð sem er í fyrsta sæti.

Svíþjóð er á toppi A-riðils með fullt hús stiga eftir að liðið vann Senegal, 26:18 í dag. Senegal er í þriðja sæti riðilsins með eitt stig.

Grænland tapaði, 23:43 í dag gegn Austurríki í C-riðli en þetta var þriðji leikurinn í röð sem Grænland tapar og er í neðsta sæti í riðlinum en Austurríki er með fjögur stig í öðru sæti, jafn mörg stig og Noregur er með í fyrsta sæti riðilsins.

Grænlendingarnir Josephine Gadgaard og Sandra Rothberg fagna marki í leiknum.
Grænlendingarnir Josephine Gadgaard og Sandra Rothberg fagna marki í leiknum. AFP/Beate Oma Dahle

Rómanía vann svo Serbíu 37:28 í E-riðli og er nú á toppi riðilsins með fjögur stig en Danmörk er í öðru sæti með tvö stig og á leik til góða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert