Íslenskir stuðningsmenn hafa svo sannarlega ekki látið sitt eftir liggja á HM kvenna í handbolta, en þeir hafa fjölmennt í stúkuna í Stafangri í Noregi.
Eru þeir margir hverjir vel skreyttir, en ljósmyndari mbl.is rakst á Sérsveitina við höfnina í norsku borginni í dag.
Má sjá stuðningsmennina skrautlegu í fréttinni, en Ísland leikur úrslitaleik við Angóla um sæti í milliriðli á HM klukkan 17.