Mæta Grænlandi á fimmtudaginn

Sandra Erlingsdóttir brýst í gegnum vörn Angóla í leiknum í …
Sandra Erlingsdóttir brýst í gegnum vörn Angóla í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Jon Forberg

Íslenska kvennalandsliðið yfirgefur nú Stafangur í Noregi eftir riðlakeppnina og heldur yfir til Frederikshöfn í Danmörku þar sem Forsetabikarinn hefst á fimmtudaginn.

Þar verður Ísland í riðli með Grænlandi og Paragvæ og annaðhvort Kína eða Senegal. Samkvæmt leikjadagskrá er fyrsti leikur Íslands í þeirri keppni gegn Grænlandi á fimmtudaginn klukkan 14.30 að íslenskum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert