Úrslitastund Íslands í Stafangri

Það er allt undir hjá íslenska liðinu í dag.
Það er allt undir hjá íslenska liðinu í dag. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Eftir 31:22-tap Íslands gegn Frakklandi og 30:24-sigur Slóveníu á Angóla á laugardag er ljóst að Ísland og Angóla mætast í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðli á HM kvenna í handbolta klukkan 17 í Stafangri í Noregi í dag.

Fer sigurliðið í milliriðil með gríðarsterku norsku liði Þóris Hergeirssonar, Suður-Kóreu og Austurríki í Þrándheimi. Tapliðið fer til Fredrikshaven í Danmörku og keppir um forsetabikarinn, keppni um 25.-32. sæti.

Eins og við var að búast voru ólympíumeistarar Frakklands númeri of stórir fyrir íslenska liðið, sem er reynslulítið á þessu sviði á meðan Frakkar eru með eitt besta lið heims í dag.

Leikmenn verða að þora

Liðið hefur fengið of mörg auðveld mörk á sig úr hraðaupphlaupum andstæðinga. Það er betra að skjóta fram hjá en að missa boltann með slakri sendingu og fá á sig mark úr hraðaupphlaupi á augabragði hinum megin. Leikmenn verða að þora að skjóta á markið, þótt andstæðingurinn sé stór og stæðilegur og mikið undir.

Sandra Erlingsdóttir hefur verið besti útileikmaður Íslands á mótinu til þessa og mæðir mikið á henni. Sandra þarf að eiga sinn allra besta leik og Thea Imani Sturludóttir þarf að halda áfram að vera ófeimin að skjóta.

Vonandi hjálpar það Andreu Jacobsen að hafa brotið stórmótaísinn, en hún skoraði sitt fyrsta mark á mótinu gegn Frakklandi. Vonandi verða þau mun fleiri gegn Angóla, því hún hefur alla burði til að vera mjög mikilvægur hlekkur í sóknarleik íslenska liðsins. Nú er komið að því að sýna það.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert