„Var orðið ansi krefjandi hjá okkur“

Sunna Jónsdóttir er fyrirliði Íslands á HM.
Sunna Jónsdóttir er fyrirliði Íslands á HM. Ljósmynd/Jon Forberg

Handknattleikskonurnar Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Birna Berg Haraldsdóttir, liðsfélagar hjá ÍBV, misstu báðar af HM sem stendur yfir þessa stundina, en þær eru að glíma við meiðsli.

Eru þær tvær af öflugustu leikmönnum efstu deildar hér á landi og að öllum líkindum á HM ef þær væru heilar heilsu.

„Það var mjög leiðinlegt og erfitt. Þær eru frábærir leikmenn, sem hafa lagt mikið á sig en verið óheppnar með meiðsli. Það er líka leiðinlegt fyrir mitt félagslið hvað þær hafa verið óheppnar.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Sunna Jónsdóttir eru liðsfélagar hjá ÍBV.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Sunna Jónsdóttir eru liðsfélagar hjá ÍBV. mbl.is/Óttar

Þær styðja við bakið á okkur, halda með okkur og vonandi koma þær með okkur á EM 2024,“ sagði Sunna Jónsdóttir, liðsfélagi þeirra hjá ÍBV og fyrirliði íslenska landsliðsins við mbl.is.

Í fjarveru þeirra gekk ÍBV illa og fékk nokkuð þunga skelli í deild og í Evrópukeppni. Ungir leikmenn fengu mikla ábyrgð undir erfiðum kringumstæðum. „Þetta var orðið ansi krefjandi hjá okkur hjá ÍBV.

Birna Berg Haraldsdóttir og Sunna Jónsdóttir hlusta á Sigurð Bragason …
Birna Berg Haraldsdóttir og Sunna Jónsdóttir hlusta á Sigurð Bragason þjálfara sinn hjá ÍBV. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

 Við gerðum þetta samt ótrúlega vel og vorum farnar að spila mjög ungum stelpum sem stóðu sig frábærlega,“ sagði Sunna, sem notaði HM til að hughreysta sig á krefjandi tímum með ÍBV.

„Ég hef verið að hugsa um þetta mót frá því í sumar og beðið með spenningi. Hver einasta æfing hefur farið í að hugsa um að við séum að fara á HM. ÍBV hefur gert mér kleift að stunda þetta þannig að ég hef stillt mig inn á þetta mót,“ sagði Sunna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert