Þetta er í rauninni draumur

Andrea ræðir við mbl.is í Stafangri.
Andrea ræðir við mbl.is í Stafangri. Ljósmynd/Jon Forberg

„Þetta er búið að vera geðveikt,“ sagði Andrea Jacobsen, lykilmaður hjá íslenska landsliðinu í handbolta, í samtali við mbl.is um reynsluna af því að spila á fyrsta stórmótinu. Eins og flestir hjá Íslandi er Andrea að leika á sínu fyrsta stórmóti, sem er draumur að rætast.

„Maður er búinn að vera að vinna að þessu í mörg ár og það er frábært að vera loksins komin og vera að vinna þessa leiki. Þetta er í rauninni draumur,“ sagði hún.

Andrea Jacobsen í einum af fyrstu landsleikjunum.
Andrea Jacobsen í einum af fyrstu landsleikjunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Andrea, sem er 25 ára núna, var átján ára þegar hún lék sinn fyrsta landsleik. Það hefur því tekið sinn tíma fyrir skyttuna að komast á stórmót með landsliðinu.

„Þetta er búin að vera ákveðin vegferð síðan ég kom inn í liðið. Ég finn svakalegan mun á liðinu frá því ég kom fyrst. Við höfum verið að bæta okkur með hverju verkefninu og það er ákveðin rúsína að vera komin á HM og sýna að við eigum heima hérna,“ sagði Andrea við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert