Frakkland og Spánn hófu keppni í milliriðlum HM 2023 í handknattleik kvenna með sigrum í kvöld.
Frakkar mættu Austurríki í Þrándheimi í Noregi í milliriðli 2 og lentu ekki í nokkrum vandræðum, unnu 41:27 eftir að hafa leitt með ellefu mörkum í hálfleik, 25:14.
Sarah Bouktit var markahæst í liði Frakka með sjö mörk.
Markahæst í leiknum var hins vegar Ines Ivancok með átta mörk fyrir Austurríki.
Með sigrinum fór Frakkland í efsta sæti milliriðils 2, þar sem liðið er með 6 stig. Austurríki er í fjórða sæti með 2 stig.
Í milliriðli 4 stóð Argentína vel í Spáni lengi vel en mátti að lokum sætta sig við 30:23-tap.
Argentína var með eins marks forystu, 12:13, í hálfleik en Spánverjar sýndu á klærnar í síðari hálfleik og unnu sjö marka sigur.
Maitane Echeverría var markahæst hjá Spáni með sjö mörk.
Giuliana Gavilan skoraði átta mörk fyrir Argentínu og var markahæst.
Spánn er á toppi milliriðils 4 með 6 stig en Argentína er í fimmta sæti án stiga.