Átti ævintýralegt sigurmark Japana að standa? (myndskeið)

Hikaru Matsumoto fagnar sigurmarki sínu í gær.
Hikaru Matsumoto fagnar sigurmarki sínu í gær. AFP/Bo Amstrup

Japan vann magnaðan 27:26-sigur á gestgjöfum Danmerkur í milliriðli 3 á HM 2023 í handknattleik kvenna í Herning í gær.

Sigurmarkið kom fjórum sekúndum fyrir leikslok og var stórglæsilegt.

Markið skoraði Hikaru Matsumoto eftir glæsilega stoðsendingu Natsuki Aizawa. Það má sjá hér:

Handboltasérfræðingurinn Rasmus Boysen benti á það á X-aðgangi sínum eftir leik að Matsumoto hafi að öllum líkindum verið lent þegar hún skaut og því hafi markið ekki átt að standa.

Dæma hafi átt línu. Birti Boysen skjáskot máli sínu til stuðnings:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert