Stórsigrar Noregs og Hollands

Nora Mörk fagnar einu af mörkum Noregs í kvöld.
Nora Mörk fagnar einu af mörkum Noregs í kvöld. AFP/Beate Oma Dahle

Norðmenn, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik með því að vinna stórsigur á Slóveníu í milliriðli tvö í Þrándheimi, 34:21.

Frakkar eru með þessum úrslitum líka komnir áfram úr riðlinum, báðar þjóðirnar eru með 8 stig fyrir lokaumferðina, en Slóvenar sitja eftir með 4 stig í þriðja sætinu.

Camilla Herrem skoraði 6 mörk fyrir Noreg, Nora Mörk, Stine Bredal Oftedal og Henny Ella Reistad  gerðu 5 mörk hver.

Alja Varagic var markahæst hjá Slóvenum með 5 mörk.

Holland er með mjög góða stöðu í milliriðli fjögur eftir stórsigur á Úkraínu í Frederikshavn í Danmörku í kvöld, 40:21.

Lois Abbingh skoraði 8 mörk fyrir Hollendinga og Kelly Vollebregt 6 en Milana Shukal skoraði 5 mörk fyrir Úkraínu.

Hollendingar eru með 8 stig, Tékkar og Spánverjar 6 stig en Holland og Spánn mætast í lokaumferðinni og Tékkar leika gegn Brasilíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert