Ísland átti skilið að vinna

Fernanda Insfrán var markahæst hjá Paragvæ í dag með sjö …
Fernanda Insfrán var markahæst hjá Paragvæ í dag með sjö mörk. Ljósmynd/IHF

„Ég vil byrja á því að óska Íslandi til hamingju með sigurinn. Ísland átti skilið að vinna,“ sagði Marizza Faria, landsliðsþjálfari kvennaliðs Paragvæ í handbolta, á blaðamannafundi eftir 19:26-tap gegn Íslandi í Forsetabikarnum í Frederikshavn í Danmörku í dag.

Eftir leikinn hefur Paragvæ tapað öllum fimm leikjunum sínum á mótinu til þessa og Faria viðurkennir að það verði erfiðara með hverjum leiknum að ná ekki í sigurinn.

„Við erum mjög sorgmædd og það verður erfiðara og erfiðara að vera ekki búinn að ná í fyrsta sigurinn á þessu heimsmeistaramóti. Við verðum að halda áfram að berjast og vaxa sem lið,“ sagði hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert