Sex leikir eru á dagskrá í milliriðlum á HM kvenna í handbolta í dag. Þeirra á meðal er leikur ólympíumeistara Frakklands við heims- og Evrópumeistara Noregs í milliriðli II í Þrándheimi í Noregi.
Bæði lið hafa tryggt sér sæti í átta liða úrslitum og gætu mæst í sjálfum úrslitaleiknum.
Í milliriðli IV í Frederikshavn er mikil spenna. Holland er þar á toppnum með átta stig, Spánn og Tékkland koma þar á eftir með sex og Brasilía í fjórða sæti með fjögur stig.
Þar sem Tékkland vann óvæntan sigur á Spáni nægir Tékklandi að vinna Brasilíu í dag til að fara með Hollandi í átta liða úrslit.
Milliriðill II í Þrándheimi:
14:30: Angóla – Suður-Kórea
17:00: Slóvenía – Austurríki
19:30: Frakkland – Noregur
Milliriðill IV í Frederikshavn:
11:00: Argentína – Úkraína
13:15: Tékkland – Brasilía
15:30: Holland – Spánn