Brjóta upp daginn með jólasveinaleik

Perla Ruth í eldlínunni á HM.
Perla Ruth í eldlínunni á HM. Ljósmynd/Jon Forberg

„Það gengur vel,“ sagði Perla Ruth Albertsdóttir, landsliðskona í handbolta, í samtali við mbl.is aðspurð hvernig það gengi að halda uppi góðum liðsanda í lengsta landsliðsverkefni íslenska landsliðsins eins og það er skipað núna.

Íslenska liðið hefur verið saman erlendis í tæpar þrjár vikur. Fyrst fór liðið til Noregs og keppti á alþjóðlega Posten Cup-mótinu og hefur undanfarnar tvær vikur eða svo leikið á fyrsta heimsmeistaramóti Íslands í tólf ár.

Perla skorar gegn Frakklandi í Stafangri.
Perla skorar gegn Frakklandi í Stafangri. Ljósmynd/Jon Forberg

„Við erum búnar að vera duglegar að skipta um umhverfi og þetta er þriðja hótelið sem við erum á, svo þetta er smá eins og þrjú minni verkefni. Það kemur aðeins nýtt líf í þetta og ný lið sem við erum að spila á móti.

Við reynum svo að gera ýmislegt annað en að spila handbolta. Það er jólasveinaleikur í gangi núna til dæmis og við erum að gera alls konar til að brjóta upp daginn, sem er nauðsynlegt í svona löngu verkefni,“ sagði Perla glöð í bragði við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert