Fæ ótrúlegt en satt aldrei nóg

Sandra Erlingsdóttir fær aldrei nóg af handbolta.
Sandra Erlingsdóttir fær aldrei nóg af handbolta. Ljósmynd/Jon Forberg

„Ótrúlegt en satt þá fær maður einhvern veginn aldrei nóg,“ sagði Sandra Erlingsdóttir, landsliðskona í handbolta, í samtali við mbl.is þegar hún ræddi um ást fjölskyldunnar á íþróttinni.

Móðir hennar Vigdís Sigurðardóttir er fyrrverandi landsliðskona og faðir hennar Erlingur Richardsson er á meðal fremstu handknattleiksþjálfara Íslands.

Kærastinn Daníel Þór Ingason er atvinnumaður í Þýskalandi og hefur verið viðloðandi landsliðið undanfarin ár. Þá eru yngri bræður hennar efnilegir handboltapeyjar í Vestmannaeyjum.

Sandra Erlingsdóttir er í stóru hlutverki í landsliðinu.
Sandra Erlingsdóttir er í stóru hlutverki í landsliðinu. Ljósmynd/Jon Forberg

„Þetta er það sem lífið gengur út á einhvern veginn. Það er talað um lítið annað, en svo er það misjafnt hvað maður vill spjalla mikið eftir leiki og það er virt.

Þau skynja á mér fyrstu sekúndurnar í símtölum hvort ég vilji tala um leikinn sem var sama kvöld eða ekki,“ sagði Sandra létt og hélt áfram:

„Þetta er áhugamál sem við deilum öll og það er ótrúlega gaman. En svo finnst okkur líka mjög gaman að vera saman og hugsa um eitthvað allt annað,“ sagði Eyjakonan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert