Tvær breytingar á íslenska hópnum

Katla María Magnúsdóttir er komin inn í íslenska hópinn á …
Katla María Magnúsdóttir er komin inn í íslenska hópinn á ný. Ljósmynd/Jon Forberg

Þjálfarateymi íslenska kvennalandsliðsins í handbolta hefur gert tvær breytingar á hópnum fyrir leikinn gegn Kína í Forsetabikarnum á heimsmeistaramótinu í Frederikshavn í Danmörku.

Selfyssingurinn Katla María Magnúsdóttir og Valskonan Hildigunnur Einarsdóttir koma inn í hópinn og þær Andrea Jacobsen úr Silkeborg og Katrín Tinna Jensdóttir úr Skara detta úr hópnum.

Með sigri eða jafntefli í dag tryggir Ísland sér sæti í úrslitaleik Forsetabikarsins, keppni um sæti 25-32. 

Íslenski hópurinn gegn Kína:

Markverðir:

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (53/2)

Hafdís Renötudóttir, Valur (54/3)

Aðrir leikmenn:

Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (20/5)

Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (48/65)

Elín Rósa Magnúsdóttir, Val (13/23)

Elísa Elíasdóttir, ÍBV (10/10)

Hildigunnur Einarsdóttir, Val (102/117)

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara HF (10/8)

Katla María Magnúsdóttir, Selfoss (4/2)

Lilja Ágústsdóttir, Val (18/9)

Perla Ruth Albertsdóttir, Selfossi (42/77)

Sandra Erlingsdóttir, Tus Metzingen (30/135)

Sunna Jónsdóttir, ÍBV (84/62)

Thea Imani Sturludóttir, Val (72/147)

Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Val (41/43)

Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (131/378)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert