Gestgjafar Svíþjóðar tryggðu sér sæti í undanúrslitum HM 2023 í handknattleik kvenna með því að leggja Þýskaland að velli, 27:20, í fjórðungsúrslitum í Gautaborg í dag.
Svíþjóð var við stjórn allan leikinn og byrjaði stórkostlega.
Staðan var 7:0 þegar fyrri hálfleikur var rétt tæplega hálfnaður og munurinn orðinn tíu mörk, 16:6, þegar flautað var til hálfleiks.
Þrátt fyrir betri frammistöðu Þjóðverja í síðari hálfleik hleyptu Svíar þeim ekki nær sér en fjórum mörkum og niðurstaðan að lokum þægilegur sjö marka sigur.
Linn Blohm, Olivia Mellegard, Jamina Roberts og Nathalie Hagman voru markahæstar í liði Svíþjóðar, allar með fimm mörk.
Amelie Berger, Alina Grijseels og Viola Leuchter voru markahæstar hjá Þýskalandi, með fjögur mörk hver.
Svíþjóð mætir Frakklandi í undanúrslitum.