Íslenska kvennalandsliðið í handbolta var hársbreidd frá því að komast í milliriðil á HM í Svíþjóð, Danmörku og Noregi.
Ísland þurfti að vinna Angóla í lokaleik sínum í riðlakeppninni, en 26:26 urðu lokatölur og Angóla fór áfram á markatölu á meðan Ísland fór í Forsetabikarinn, keppni um sæti 25-32.
Angóla hefur síðan unnið bæði Suður-Kóreu og Austurríki í milliriðli og Ísland er því ekki langt frá því að enda töluvert ofar á mótinu.
„Það sýnir að við erum á réttri leið og að nálgast þessi lið sem hafa verið fyrir ofan okkur. Það eru nokkur lið sem eru í algjörum sérklassa, eins og Noregur, Danmörk, Svíþjóð og Frakkland.
En við erum að nálgast liðin þar á eftir, eins og við sýndum á móti Angóla og á fleiri köflum á móti sterkari liðum,“ sagði Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari Íslands, í samtali við mbl.is.
Leikur Íslands og Kongó hefst klukkan 19.30 í kvöld.