Sannfærandi Frakkar mæta Norðmönnum í úrslitum

Pauletta Foppa og Tamara Horacek fagna marki í kvöld.
Pauletta Foppa og Tamara Horacek fagna marki í kvöld. AFP/Jonathan Nackstrand

Ólympíumeistarar Frakka sýndu styrk sinn er þeir unnu öruggan 37:28-sigur á Svíþjóð í seinni undanúrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í handbolta í Herning í Danmörku í kvöld.

Frakkland var með 19:11 forskot í hálfleik og var sænska liðið ekki líklegt til að jafna metin í seinni hálfleik, þrátt fyrir að franska liðið hafi slakið örlítið á.

Tamara Horacek var markahæst í franska liðinu með níu mörk. Pauletta Foppa gerði fimm. Nathalie Hagman skoraði fimm fyrir Svíþjóð og þær Linn Blohm og Jenny Carlson komu næstar með fjögur hvor.

Frakkland mætir heims- og Evrópumeisturum Noregs í úrslitaleik á sunnudag, en norska liðið vann það danska 29:28 í framlengdum spennuleik fyrr í dag. Mættust liðin einnig í milliriðli og þá vann Frakkland 24:23-sigur í spennandi leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert