Henny Reistad tryggði Noregi sæti í úrslitum heimsmeistaramóts kvenna í handbolta með stórkostlegu sigurmarki á lokasekúndunni í framlengingu gegn Danmörku í undanúrslitum í Herning í gær.
Eftir æsispennandi leik reyndist Reistad hetjan er hún skoraði með skoti langt fyrir utan. Reistad átti stórkostlegan leik og skoraði 15 mörk í 17 skotum og því við hæfi að hún hafi verið hetjan.
Markið stórglæsilega má sjá hér fyrir neðan.
🦸♀️ 𝑾𝒉𝒂𝒕 𝒂 𝒘𝒐𝒎𝒂𝒏! 🇳🇴 With you, Henny Ella Reistad and a 𝒃𝒖𝒛𝒛𝒆𝒓-𝒃𝒆𝒂𝒕𝒆𝒓 to decide the semi-final in extra time 🤯#DENNORSWE2023 #aimtoexcite @NORhandball pic.twitter.com/oiykPZDggP
— International Handball Federation (@ihf_info) December 15, 2023