Danir tóku bronsið eftir mikla spennu

Danska liðið fagnar í leikslok.
Danska liðið fagnar í leikslok. AFP/Jonathan Nackstrand

Danmörk tryggði sér í dag bronsverðlaun á HM kvenna í handbolta með 28:27-sigri á Svíþjóð í spennandi bronsleik í Herning í Danmörku.

Danska liðið var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og náðu mest fjögurra marka forskoti, 14:10. Að lokum munaði þremur mörkum í hálfleik, 18:15.

Danska liðið hélt forskotinu framan af í seinni hálfleik og var staðan 23:20 þegar hann var hálfnaður. Þá skoraði Svíþjóð fjögur mörk í röð og komst yfir, 24:23.

Tóku þá við æsispennandi lokamínútur, þar sem danska liðið reyndist ögn sterkara þegar uppi var staðið.

Anne Mette Hansen, Mie Höjlund og Kristina Jörgensen skoruðu fimm mörk hver fyrir Danmörk. Linn Blohm og Olivia Mellegard skoruðu sjö hvor fyrir sænska liðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert