Þórir fékk fallega kveðju frá dótturinni

Noregur endaði í öðru sæti á HM undir stjórn Þóris.
Noregur endaði í öðru sæti á HM undir stjórn Þóris. AFP/Beate Dahle

Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari kvennaliðs Noregs í handbolta, vann sín fimmtándu verðlaun á stórmóti er liðið hafnaði í öðru sæti á HM sem lauk á sunnudag.

Noregur varð að sætta sig við tap gegn Frakklandi í úrslitum, en þrátt fyrir það á Þórir að bera höfuðið hátt að mati dóttur hans Maríu Þórisdóttur, leikmanns Brighton í enska fótboltanum.

„Pabbi. Því miður fórstu ekki alla leið í ár en þú getur borðið höfuðið hátt. Þú varst að vinna fimmtándu verðlaunin á stórmóti og ég á engin orð. Þú ert frábær fyrirmynd.

Þú hefur magnaða hæfileika til að setja saman lið og byggja upp trú. Ég er virkilega stolt af þér. Við vitum öll hvar medalían mun hanga þegar þú kemur heim,“ skrifaði María m.a. á Instagram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka