Björgvin Páll jafnar met Guðjóns Vals

Guðjón Valur Sigurðsson og Björgvin Páll Gústavsson.
Guðjón Valur Sigurðsson og Björgvin Páll Gústavsson. mbl.is/Golli /

Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er á leið á sitt áttunda heimsmeistaramót í handknattleik en Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska landsliðsins, tilkynnti 18-manna leikmannahóp sinn fyrir komandi stórmót í gær.

Með þátttöku sinni á komandi heimsmeistaramóti mun Björgvin Páll jafna þátttökumet Guðjóns Vals Sigurðssonar, fyrrverandi landsliðsfyrirliða, en það er handbolti.is sem vekur athygli á þessu í dag.

Guðjón Valur er sá íslenski landsliðsmaður sem hefur tekið þátt í flestum heimsmeistaramótum með landsliðinu, árin 2001, 2003, 2005, 2007, 2011, 2013, 2015 og 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert