Undirbúningurinn fyrir stóru stundina hafinn

Íslenska liðið æfði í Víkinni í dag.
Íslenska liðið æfði í Víkinni í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska karlalandsliðið í handbolta tók sína fyrstu æfingu saman fyrir heimsmeistaramótið sem hefst síðar í mánuðinum í Víkinni í dag.

Handknattleikssamband Íslands birti myndskeið af æfingunni á samfélagsmiðlum sínum í dag, þar sem sjá má leikmenn í góðum gír.

Ísland er í G-riðli á HM og mætir Grænhöfðaeyjum í Zagreb í fyrsta leik sínum 16. janúar næstkomandi. Slóvenía og Kúba eru einnig í riðlinum. 

Myndskeiðið má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert