Jafnt í spennuleik í Kristianstad

Viggó Kristjánsson skoraði sex mörk.
Viggó Kristjánsson skoraði sex mörk. mbl.is/Óttar Geirsson

Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði í kvöld jafntefli við Svíþjóð, 31:31, í Kristianstad í fyrri vináttuleik liðanna í undirbúningi fyrir HM sem hefst eftir helgi.

Íslenska liðið byrjaði mjög vel og komst í 4:1. Sænska liðið svaraði og komst yfir á 14. mínútu, 7:6.

Svíar komust mest þremur mörkum yfir í hálfleiknum, 12:9. Staðan varð síðan verri fyrir Ísland þegar Elliði Snær Viðarsson, fyrirliði Íslands í leiknum, fékk beint rautt spjald á 20. mínútu fyrir að fara í höfuðið á Lukas Sandell.

Ísland efldist við mótlætið og jafnaði í stöðunni 13:13 og komst síðan yfir, 16:15. Svíar skoruðu hins vegar síðasta mark hálfleiksins og var jafnt í leikhléi, 16:16.

Íslenska liðið skoraði tvö fyrstu mörkin í seinni hálfleik og komst í 18:16. Svíar voru fljótir að kvitta og var sænska liðið með tveggja marka forskot, 23:21, eftir tæpar tíu mínútur í seinni hálfleik.

Arnar Freyr Arnarsson jafnaði metin í 23:23 en hann þurfti að fara af velli strax í kjölfarið og virtist finna vel til í lærinu. Ljóst er að Arnar missir af lokamóti HM ef hann er tognaður aftan í læri.

Jafnræðið  hélt áfram næstu mínútur og var staðan hnífjöfn, 27:27, þegar tíu mínútur voru til leiksloka.  

Ísland komst tveimur mörkum yfir þegar tvær og hálf mínúta voru eftir, 31:29. Svíar skoruðu hins vegar tvö síðustu mörkin og jafntefli við niðurstaðan.

Viggó Kristjánsson skoraði sex mörk fyrir Ísland, Orri Freyr Þorkelsson gerði fimm, Arnar Freyr Arnarsson fjögur og þeir Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ýmir Örn Gíslason þrjú hver.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Álftanes 75:81 Njarðvík opna
99. mín. skorar

Leiklýsing

Svíþjóð 31:31 Ísland opna loka
60. mín. Leik lokið Þorsteinn setur boltann hátt yfir og leikurinn búinn. Jafntefli í miklum spennuleik.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert