Sænski handknattleiksmaðurinn Max Darj mun líkt og Arnar Freyr Arnarsson missa af HM 2025 í Króatíu, Danmörku og Noregi eftir að hafa meiðst í vináttulandsleik Svíþjóðar og Íslands í Kristianstad í gærkvöldi.
Arnar Freyr tognaði aftan í læri og var Sveinn Jóhannsson kallaður inn í hans stað.
Á heimasíðu sænska landsliðsins kemur svo fram að Darj hafi meiðst á hné, megi af þeim sökum eiga von á því að vera frá keppni í fjórar til sex vikur og missi því af heimsmeistaramótinu.
Andreas Nilsson hefur þegar verið kallaður inn í sænska hópinn í stað Darj.